Show MenuHide Menu
Featured

Framboðstilkynning

October 14, 2013

Áfram Reykjavík!

Tilkynning um framboð í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík

Sú venja hefur skapast hér á landi að þeir sem bjóða sig fram til embætta eða í ákveðnar stöður hafa að því er virðist lítinn áhuga á þeim málum sjálfir en sjá sig knúna til að láta undan tilmælum stuðningsmanna til að gefa kost á sér til viðkomandi starfa. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarskosningar og ég ætla að gera þá játningu að tilmæli annarra höfðu þar lítil áhrif á, heldur umfram allt einlægur áhugi minn. Einlægur áhugi á framtíð höfuðborgarinnar og einlægur áhugi á því að Reykjavík megi á næstu árum og áratugum standast samkeppni við erlendar borgir, hvort heldur hvað varðar atvinnulíf eða skilyrði til búsetu að öðru leyti.

Hér að neðan eru þau þrjú mál sem ég set efst á blað:

Ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk

Á sínum tíma var búinn til lóðaskortur í Reykjavík, sem vitaskuld gat af sér mun hærra lóðaverð. Borgaryfirvöld hafa breyst í harðsvíraða tollheimtumenn sem svífast einskis til blóðmjólka hvern þann sem hefst handa við húsbyggingar. Afleiðing þessa er okkur flestum kunn. Stærstur hluti ungs fólks sér ekki fram á að eignast húsnæði sem þeim hentar nema binda sig á næsta óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda.

Mikilvægt er að bregðast við þessum vanda hið fyrsta með tvenns konar aðgerðum. Annars vegar verði öll gjöld sem borgaryfirvöld leggja á húsbyggingar lögð niður og þeim dreift á líftíma íbúðarinnar, ellegar að þeim verði dreift á allar fasteignir í borginni. Hins vegar þarf að útrýma lóðaskortinum strax með því að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir nýja byggð. Í þessu sambandi má nefna Úlfarsárdal, Keldnaholt og Geldinganes.

Til mikils er að vinna. Verði ekkert að gert mun stór hluti ungs fólks flytja til annarra landa á næstu árum þar sem það á þess fremur kost að eignast húsnæði við hæfi. Hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði á að vera forgangsmál íslenskra stjórnmála.

Endurreisn úthverfa

Vinstrimeirihlutinn í borginni hefur skorið niður nánast alla grunnþjónustu og um leið hækkað alla skatta upp í topp. En á sama tíma og þjónusta við borgarana er skorin við nögl hefur kostnaður við yfirstjórn Reykjavíkurborgar margfaldast. Þannig hefur árlegur kostnaður við skrifstofu borgarstjóra þrefaldast frá 2010, svo dæmi sé tekið.

Viðhald eigna borgarinnar, svo sem gatnakerfis og skóla, hefur setið algjörlega á hakanum, sér í lagi í efri byggðum borgarinnar. Á sama tíma er milljörðum eytt í uppkaup á ónýtum húskofum og önnur gæluverkefni vestar í borginni. Nú er mál að forgangsraða rétt – sinna grunnþjónustunni og nauðsynlegu viðhaldi eigna, þar á meðal með sérstöku átaki í frágangi og umhirðu grænna svæða. Endurreisn úthverfanna skal vera efst á dagskrá.

Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri

Sú mikla óvissa sem ríkt hefur um Reykjavíkuflugvöll hefur hamlað allri uppbyggingu flugs og flugtengdrar starfsemi á vellinum. Gríðarleg tækifæri hafa því farið forgörðum fyrir reykvískt atvinnulíf.  Festum flugvöllinn í sessi í Vatnsmýri til hagsbóta fyrir reykvískt atvinnulíf og samgöngur. Gerum Reykjavíkurflugvöll að fallegasta flugvelli Evrópu, sannkallaðri borgarprýði.

 

Fjölþætt og blómlegt atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara. Greiðar samgöngur, lágir skattar, öflugri miðbær, fallegri úthverfi, nægt framboð lóða, uppbygging nýrra hafnarmannvirkja og betri flugvöllur – allt mun þetta stuðla að bættum hag borgarbúa í borg framtíðarinnar, hreinni og snyrtilegri borg, öruggri og barnvænni. Borg fyrir fólk.

Áfram Reykjavík!

Nánari upplýsingar um framboðið má finna á heimasíðunni bjornjon.is og á facebook.com/borgarbjorn.

Björn Jón Bragason

 

Greinar um húsnæðismál

October 14, 2013

Ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk – Grein sem birtist á Vísir.is

Óhófleg og hamlandi fasteignagjöld – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði – Pistill sem birtist á Pressan.is

Greinar um efri byggðir

October 14, 2013

Borgarstjórinn flúinn úr Breiðholti – Pistill sem birtist á Pressan.is

Gnarr hættir sér í Grafarvog – Grein sem birtist á Vísir.is

 

Greinar um Reykjavíkurflugvöll

October 14, 2013

Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri – Grein sem birtist á Vísir.is

Vagga flugsins er í Vatnsmýri – Pistill sem birtist á Pressan.is

Greinar um samgöngumál

October 14, 2013

Samgöngubætur í Reykjavík – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Borg án greiðra samgangna? – Pistill sem birtist á Pressan.is

Jón Gnarr þrengir að fjölskyldufólki – Pistill sem birtist á Pressan.is

Níutíu milljónir í óþarfa – Grein sem birtist á Vísir.is

Öryggi borgarbúa skert stórlega – Pistill sem birtist á Pressan.is

Opið bréf til stjórnarmanna strætó bs. – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Betri Sæbraut – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Heft aðgengi leiðir til minni verslunar – Grein sem birtist á Vísir.is

Þegar Reykjavík glataði hluta af sálu sinni – Pistill sem birtist á Pressan.is

Bílahatur og fortíðarþrá – Pistill sem birtist á Pressan.is

Nú er líf á Laugavegi! – Pistill sem birtist á Pressan.is

Greinar um skipulagsmál

October 14, 2013

Glæný mynd um eyjabyggð – Pistill sem birtist á Pressan.is

Bæjarins bestu og listasafnið – Pistill sem birtist á Pressan.is

Vofa kommúnismans – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Hafmeyjan í tjörninni – Pistill sem birtist á Pressan.is

Skipulagsþráhyggja borgaryfirvalda – Pistill sem birtist á Pressan.is

Casino Harpa – Pistill sem birtist á Pressan.is

Ályktun um skemmtiferðaskipin – Ályktun Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg sem birtist á 101Reykjavik.is

Húsafriðun á villigötum – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Magnús Skúlason á villigötum – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Um húsafriðun og húsavernd – Pistill sem birtist á Pressan.is

Aðrar greinar

October 14, 2013

Jón Gnarr kostar meðalfjölskyldu 330 þúsund krónur aukalega á ári – Grein sem birtist á Pressan.is

Reykvíkingar eiga betra skilið – Grein sem birtist í Morgunblaðinu

Fimmtán milljónir á ári fyrir að sinna ekki starfi sínu? – Pistill sem birtist á Pressan.is

Engin kvöldskemmtun á 17. júní? – Pistill sem birtist á Pressan.is

Þjóðremba Jóns Gnarrs – Pistill sem birtist á Pressan.is